Jólaljósin tendruð í Skallagrímsgarði

desember 1, 2020
Featured image for “Jólaljósin tendruð í Skallagrímsgarði”

Í gærmorgun mættu galvösk börn úr 1. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi í Skallagrímsgarð til þess að kveikja á jólaljósunum á jólatrénu. Vegna aðstæðna var ekki hægt að hafa hefðbundna aðventuhátíð í ár og því ákveðið hafa fámennan viðburð.

Jólasveinarnir mættu á svæðið, tóku nokkur lög með börnunum og dönsuðu í kringum jólatréð. Gleðin skein úr hverju andliti og ljóst að jólasveinarnir vöktu mikla lukku. 


Share: