Sumarfjör 2015

maí 28, 2015
Í sumar verður Sumarfjör í Borgarnesi, Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og á Varmalandi
Lagt er upp með fjölbreytni og skemmtun. Farið verður í leiki, gönguferðir, listasmiðjur og kynntar verða hinar ýmsu íþróttir. Sumarfjör er fyrir börn í 1. – 7. bekkjum í Grunnskólum Borgarbyggðar. Í ágúst er opið fyrir þau börn sem byrja í skóla í haust. Þátttakendur taka með sér nesti, ekki er boðið uppá mat.
Kaffi klukkan 10:00, hádegi klukkan 12:00 – 13:00 og kaffi klukkan 15:00.
Námskeiðin eru opin öllum óháð búsetu í sveitarfélaginu. Skráð er fyrir eina viku í einu og gengið er frá greiðslu um leið.
Borgarnes, mánudag til föstudags:
Heill dagur kl. 9:00—16:00, kr. 8.000 vikan
Fyrir hádegi kl. 9:00—12:00, kr. 4.000 vikan
Eftri hádegi kl. 13:00—16:00, kr. 4.000 vikan
Knattspyrnuskóli Skallagríms kl. 9:00—12:00, kr. 5.000 vikan
Hægt verður að kaupa aukatíma kl. 8:00—9:00 og 16:00-17:00. Hver aukatími kostar 350 kr. Á aðeins við í Borgarnesi.
Þær vikur sem verða í boði:
8. -12. júní, 15.- 19. júní, 22.- 26. júní, 29. júní – 3. júlí, 4.- 7. ágúst, 10. – 14. ágúst, 17.- 21. ágúst.
Kleppjárnsreykir, mánudag til fimmtudags:
Kl. 9:00—15:00. kr. 8.000 vikan
Þær vikur sem eru í boði:
8.-12. júni, 15. -19. júní, 22. – 26. júní, 4.-7. ágúst og 10. -14. ágúst.
Varmaland
Kl. 9:00—16:00, kr. 8.000 vikan
Þær vikur sem eru í boði:
8.- 12. júní og 15.-19. júní
Hvanneyri
Kl. 9:00—14:00, kr. 5.000 vikan
Þær vikur sem eru í boði:
8. -12. júni, 15. -19. júní, 22.-26. júní, 29.—3. júlí, 10. – 14. ágúst og 17.—21. ágúst.
Á frídögum er ekki Sumarfjör og ekki tekið gjald fyir þá daga.
Athugið ef þátttaka er ekki næg geta námskeið fallið niður.
 
 

Share: