Leiðtogadagur í Andabæ

júní 1, 2015
Fimmtudaginn 28. maí var Leiðtogadagur í leikskólanum Andabæ á Hvanneyri. Þar sýndu leiðtogarnir í Andabæ hvernig þeir hafa verið að vinna með venjurnar sjö og þjálfa leiðtogafærni sýna út frá hugmyndafræði Leiðtogans í mér. Leiðtogadagurinn í Andabæ var barnanna, þau tóku á móti gestunum, voru með uppákomu í salnum og elstu börnin leiddu gesti um leikskólann og sýndu þeim það sem þau eru að gera. Í lokin buðu börnin gestum upp á hjónabandsælu sem þau höfðu bakað. Rúmlega 30 gestir komu á leiðtogadaginn sem tókst mjög vel. Eftir hádegi var svo opið hús og voru foreldrar og staðarbúar duglegir að koma í heimsókn og vill starfsfólk leikskólans þakka öllum kærlega fyrir komuna.
 

Share: