Viðbótar fjárveiting til uppbygginar vega um Uxahryggi og Kaldadal

maí 27, 2015
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær að verja samtals 1,8 milljörðum króna til brýnna framkvæmda á vegakerfi landsins til viðbótar við þær framkvæmdir sem áður voru fyrirhugaðar. Tilgangurinn með framkvæmdunum er að bæta umferðaröryggi, bregðast við slæmu ástandi vega og koma til móts við þarfir landsmanna og ferðamanna vegna stóraukinnar umferðar, segir í tilkynningu. Meðal annars verða fjölfarnir ferðamannavegir utan alfararleiðar lagfærðir. Má þar nefna Dettifossveg, Kjósarskarðsveg, Uxahryggjaveg og Kaldadalsveg. Kaldadalsvegur kallast leiðin milli Þingvalla og Húsafells. Unnið verður að endurgerð Uxahryggjavegar eftir því sem fjármagn leyfir og lagt á hann bundið slitlag. Leggja á bundið slitlag á uppbyggðan kafla á Kaldadalsvegi milli Uxahryggja og Sandkluftavatns. Um er að ræða fjölfarinn kafla sem tengir Þingvelli við Borgarfjörð um Uxahryggi.
Frétt og mynd frá Skessuhorni
 

Share: