Fyrirkomulag á sorphirðu vegna COVID-19

mars 16, 2020
Featured image for “Fyrirkomulag á sorphirðu vegna COVID-19”

Sorphirðan fylgir leiðbeiningum yfirvalda og allar aðgerðir verktaka miða að því að vernda starfsfólk og draga úr líkum á smiti. Markmiðið er að halda óskertri þjónustu og því munu starfsmenn ekki koma til með að snerta neinn úrgang á meðan á þessu ástandi stendur.

Sorphirðudagatal er óbreytt og verða það eins lengi og unnt er að halda út eðlilegri starfsemi gangandi en íbúar eru beðnir að hafa í huga að ekki verður hreyft við öðru en tunnunum. Svartir pokar eða annað verður ekki snert.

Gámastöðin í Borgarnesi er opin á hefðbundum tímum, en aðstoð starfsmanna verður minni. Þannig þurfa eigendur úrgangsins alltaf að skila honum alla leið í gámana undir leiðsögn starfsmanns.


Share: