Soffía Dagbjört Jónsdóttir ráðin gæða- og mannauðsstjóri Borgarbyggðar

janúar 4, 2021
Featured image for “Soffía Dagbjört Jónsdóttir ráðin gæða- og mannauðsstjóri Borgarbyggðar”

Borgarbyggð hefur ráðið Soffíu Dagbjörtu Jónsdóttur til starfa sem gæða- og mannauðsstjóri sveitarfélagsins.

Soffía Dagbjört er með BA gráðu í félagsráðgjöf og mastersgráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsmál. Undanfarin ár hefur Soffía starfað sem deildarstjóri í einkageiranum og þar áður hjá Reykjavíkurborg.

Soffía Dagbjört hóf störf í dag.


Share: