Starf varaslökkviliðsstjóra

apríl 26, 2011
Laust er til umsóknar starf varaslökkviliðsstjóra hjá slökkviliði Borgarbyggðar. Um er að ræða 25 % starf sem felst m.a. í undirbúningi æfinga og annarra verkefna hjá slökkviliðinu auk þess að sinna bakvöktum á móti slökkviliðsstjóra. Varaslökkviliðsstjóri er staðgengill slökkviliðsstjóra.
 
Starfsaðstaða varaslökkviliðsstjóra er á skrifstofu slökkviliðs Borgarbyggðar að Sólbakka 13-15 í Borgarnesi eða annars staðar eftir nánara samkomulagi s.s. í húsakynnum slökkviliðsins á Hvanneyri eða í Reykholti.
Skv. lögum nr. 75/2000 um brunavarnir þarf varaslökkviliðsstjóri að hafa hlotið löggildingu sem slökkviliðsmaður en auk þess a.m.k. 1 árs starfsreynslu eftir löggildingu.
Æskilegt er að umsækjendur hafi góða þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
Laun skv. kjarasamningum launanefndar Landssambands slökkviliðsmanna (LSS).
Nánari upplýsingar gefur Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í síma 862-6222 eða á netfangið slokkvilid@borgarbyggd.is eða Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs í síma 433-7100 eða á netfangið jokull@borgarbyggd.is
Umsóknir skulu berast Ráðhúsi Borgarbyggðar eigi síðar en 6. maí n.k.
Jökull Helgason
Forstöðumaður framkvæmdasviðs
 

Share: