Samstarfssamningur milli Borgarbyggðar og Skógræktarfélags Borgarfjarðar

janúar 14, 2020
Featured image for “Samstarfssamningur milli Borgarbyggðar og Skógræktarfélags Borgarfjarðar”

Lilja B. Ágústsdóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar og Laufey B. Hannesdóttir gjaldkeri Skógræktarfélags Borgarbyggðar undirrituðu samstarfssamningur þann 6. janúar sl. milli Borgarbyggðar og Skógræktarfélags Borgarbyggðar sem gildir til ársins 2022.

Sameiginlegt markmið aðila með samningnum er að standa vörð um, efla og bæta útivistarsvæði í Borgarbyggð og gera þau enn eftirsóknarverðari til útivistar. Skógræktarfélagið á eða hefur umsjón með yfir 800 ha skóglendis sem almenningur nýtir sér í vaxandi mæli til heilbrigðrar útvistar og margs konar nota. Þessir skógar þarfnast mikillar alúðar og umhirðu til að nýtast íbúum sveitarfélagsins sem allra best í nútíð og framtíð. Áhersla er lögð á að viðhalda og bæta skóglendi í skógum sveitarfélagsins, auk fræðslu til almennings, félagasamtaka og skóla.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar sinnir umsjón og umhirðu á eftirtöldum skógarsvæðum til almannanota í sveitarfélaginu:

  • Grímstaðagirðing
  • Reykholtsskógar
  • Daníelslundur
  • Grafarkot
  • Holt
  • Snagagirðing
  • Einkunnir
  • Varmalandsskógur
  • Urriðaárreitur, Bjargsgirðing, Stafholtsey, Hvítárbakki

 

 

 


Share: