Ellefu Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á lýðveldisdaginn, 17. júní. Þeirra á meðal var Sæmundur Sigmundsson bifreiðastjóri í Borgarnesi sem sæmdur var riddarakrossi fyrir störf í þágu fólksflutninga og ferðaþjónustu.
Forseti Íslands sæmir íslenska ríkisborgara fálkaorðunni tvisvar á ári, 1. janúar og 17. júní. Orðuþegar hvert sinn eru að jafnaði ríflega tugur. Þá sæmir forseti árlega nokkra erlenda ríkisborgara fálkaorðu.
Eftirtaldir einstaklingar voru auk Sæmundar, sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu:
Gissur Guðmundsson matreiðslumeistari og forseti Alþjóðasamtaka matreiðslumeistara, Reykjavík, riddarakross fyrir forystu í alþjóðasamtökum matreiðslumeistara og á vettvangi íslenskra matreiðslumeistara.
Gunnar Finnsson fyrrverandi varaframkvæmdastjóri og formaður Hollvina Grensásdeildar, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu endurhæfingar og heilbrigðismála.
Ingibjörg Björnsdóttir listdansari og fyrrverandi skólastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir brautryðjandastörf á vettvangi íslenskrar danslistar.
Jóhannes Einarsson fyrrverandi skólameistari, Hafnarfirði, riddarakross fyrir störf í þágu iðnmenntunar og verknáms.
Kristín Marja Baldursdóttir rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir ritstörf og framlag til íslenskra bókmennta.
Ólafur Haralds Wallevik prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir
rannsóknir og þróun umhverfisvænna byggingarefna.
Sigríður Hafstað frá Tjörn, Svarfaðardal, riddarakross fyrir störf í þágu heimabyggðar, félagsmála og menningar.
Sigrún Helgadóttir líf- og umhverfisfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til umhverfismenntunar og náttúruverndar.
Þórdís Bergsdóttir forstöðumaður, forstöðumaður, Seyðisfirði, riddarakross fyrir framlag til ullariðnaðar og hönnunar.
Halldór Þorgils Þórðarson tónlistarmaður og fyrrverandi skólastjóri Búðardal sem fékk riddarakross fyrir störf í þágu tónlistar og tónlistarmenntunar í heimabyggð.
|