Líf og fjör í sumarvinnu

júní 20, 2012
Í sumar er í Borgarnesi boðið upp á störf fyrir börn og unglinga sem ekki hafa náð vinnuskólaaldri. Þetta er tilraunastarf á vegum Borgarbyggðar og hægt er að velja um að vera á smíðavelli, í Tómstundaskólanum, fara í leikskólaheimsóknir og fleira. Eftirspurn eftir störfunum fór fram úr björtustu vonum og yfir 30 krakkar eru mættir til starfa. Meðfylgjandi myndir tók Sigurþór Kristjánsson af kátum krökkum við vinnu á smíðavelli.
 

Share: