Tilkynning frá Rarik – Straumleysi 22. júní 2012

júní 18, 2012
Straumleysi er fyrihugað á Vesturlandi aðfaranóttina 22. júní frá kl. 00:00 til kl. 06:00 vegna vinnu í aðveitustöð við Vatnshamra í Borgarfirði.
 
Um er að ræða vinnu við tengingu á öðrum 66/19 kV 10 MVA spenni sem settur er upp til að mæta aukinn aflþörf á svæðinu, með þessari aðgerð verður uppsett afl 20 MVA sem ætti að leysa aflþörf svæðisins ágætlega um nokkra framtíð.
 
Straumleysið varðar allt dreifikerfi Rarik norðan Skarðsheiðar, þ.e. Borgarfjörð, Mýrasýslu og Snæfellsnes og þar með talið allt þéttbýli s.s. Borgarnes, Bifröst og Hvanneyri.
Rarik mun nýta þetta tækifæri til viðhaldsvinnu í dreifkerfinu eins og hægt er og á þann hátt fækka straumleysistilvikum vegna nauðsynlegra aðgerða í kerfinu.
 

Share: