Rusli þakið gólf

apríl 26, 2007
Nemendur í Laugargerðisskóla tóku ýmis umhverfistengd verkefni fyrir í tilefni af degi umhverfisins sem var í gær. Meðal annars tók 1. og 2. bekkur saman allan ruslpóst sem safnast hafði saman á heimilum nemenda í eina viku. Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra nemendur við afraksturinn.
Elstu nemendur skólans gerðu könnun á bæjum um flokkun sorps og meðferð ýmiss úrgangs og skógrækt. Einnig var farið í að hressa upp á skilti og miða tengd orkusparnaði.
 
Ljósmyndari: Sigurður Jónsson

Share: