Starfsmaður á framkvæmdasvið

apríl 27, 2007
Byggingasvæði við Brákarsund – RS
Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf á framkvæmdasviði Borgarbyggðar. Um er að ræða 100% starf til tveggja ára.
 
Verkefni munu fyrst og fremst lúta að skipulagsmálum auk annarra verkefna er til kunna að falla á framkvæmdasviði.
 
Hæfniskröfur:

  • Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun á háskólastigi er varðar skipulags- eða tæknifræði.
  • Hafa jákvætt hugarfar og gott vald á mannlegum samskiptum
  • Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt konur sem karlar hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
Umsóknir sendist til Forstöðumanns framkvæmdasviðs Borgarbyggðar, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um starfið. Síminn er 433-7100 og netfangið er sigurdur@borgarbyggd.is.
Umsóknarfrestur er til 9.maí 2007.
 
Ljósmynd með frétt: Ragnheiður Stefánsdóttir
 

Share: