17. júní í blíðskaparveðri

júní 19, 2007
Veðurguðirnir léku svo sannarlega við þjóðhátíðargesti í Skallagrímsgarði í Borgarnesi á sunnudaginn. Mikil og góð stemming var í garðinum. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir flutti hátíðarávarp og nýstúdentinn Nanna Einarsdóttir flutti ávarp fjallkonunnar. Þá stigu Baula Brák og Snerill Gjallandi á stokk ásamt aðstoðarhundi og aðstoðartrúði og vöktu þau mikla lukku hjá öllum aldurshópum. Elín Elísabet Einarsdóttir söng tvö frumsamin lög og götuleikhús vinnuskólans flutti leikritið Himnasápan. Samkór Mýramanna, nýkomin heim frá Ítalíu, söng nokkur lög og rúsínan í pylsuendanum voru svo félagarnir KK og Magnús Eiríksson sem léku við hvern sinn fingur í góðan hálftíma.
Meðfylgjandi myndir tók Helgi Helgason í Skallagrímsgarði á þjóðhátíðardaginn.

Share: