Nýtt leiktæki fyrir börn í Bjargslandi, Borgarnesi

október 1, 2020
Featured image for “Nýtt leiktæki fyrir börn í Bjargslandi, Borgarnesi”

Nýverið var lokið við að setja upp hlaupakött eða aparólu við leikvöllinn sem er við Hrafnaklett í Bjargslandi í Borgarnesi.  Tækið kemur frá Jóhanni Helga og co. og starfsfólk áhaldahúss hafði umsjón með uppsetningu tækisins.

Með aparólu og nýjum ærslabelg á Wembley hefur afþreyingarmöguleikum verið fjölgað fyrir börn á öllum aldri í Bjargslandi, sem hefur verið langþráður draumur margra.

Þessi nýju tæki hafa vonandi hvetjandi áhrif til heilbrigðrar útiveru og hreyfingar fyrir íbúa og gesti.


Share: