Nýr framkvæmdastjóri Dvalarheimils aldraðra í Borgarnesi

ágúst 28, 2007
 
Stjórn Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi auglýsti fyrir skömmu eftir framkvæmdastjóra fyrir Dvalarheimilið. Alls bárust 12 umsóknir um stöðuna. Hagvangur ráðningarþjónusta annaðist um faglega ráðgjöf vegna ráðningarferilsins. Stjórn Dvalarheimilisins ákvað á fundi sínum þann 20. ágúst s.l. að ráða Björn Bjarka Þorsteinsson, Borgarnesi, sem nýjan framkvæmdastjóra fyrir Dvalarheimili aldraðra í Borgarnes og tekur hann til starfa þann 1. október n.k. Núverandi framkvæmdastjóri Margrét Guðmundsdóttir lætur þá af störfum að eigin ósk, eftir 30 ára farsælt og gifturíkt starf.
 

Share: