Kynning á starfsemi Menningarsjóðs Vesturlands

ágúst 29, 2007
Þriðjudaginn 18. september n.k. mun Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi Vesturlands verða til viðtals milli kl. 16,oo og 17,oo í Ráðhúsi Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og kynna reglur um úthlutun styrkja frá Menningarsjóði Vesturlands. Einnig mun hún veita upplýsingar og ráðgjöf varðandi umsóknir á árinu 2008.
Mikilvægt er að allir þeir sem hyggja á að senda umsóknir til sjóðsins kynni sér hvað möguleikar eru þar í boði.
Aðilar eru hvattir til að nýta sér ofangreindan viðtalstíma og/eða kynna sér reglur sjóðsins á vef Menningarráðs Vesturlands sem er www.menningarviti.is
 

Share: