Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum
Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð. Styrkir eru verkefnatengdir.
Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok þarf að afhenda sjóðsstjórn stutta skýrslu um nýtingu styrksins.
Hægt er að sækja um rafrænt í gegn um íbúagátt. Einnig má sækja um á sérstöku umsóknareyðublaði sem finna má á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is en þar er einnig að finna úthlutunarreglur sjóðsins.
Umsóknir skulu berast Ráðhúsi Borgarbyggðar (borgarbyggd@borgarbyggd.is ), Borgarbraut 14, í síðasta lagi þriðjudaginn 2. apríl n.k.
Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason netf. kristjangisla@borgarbyggd.is eða í s: 433-7100.
F.h stjórnar Menningarsjóðs Borgarbyggðar
Bjarki Þór Grönfeldt