Laus staða aðstoðarmatráðs í Uglukletti

september 1, 2020
Featured image for “Laus staða aðstoðarmatráðs í Uglukletti”

Leikskólinn Ugluklettur auglýsir 50% stöðu aðstoðarmatráðs, lausa til umsóknar. Helstu verkefni aðstoðarmatráðs er að aðstoða í eldhúsi.

Mikilvægt er að umsækjandi hafi góða samskiptahæfileika, sé stundvís, geti unnið sjálfstætt og sýni frumkvæði í störfum sínum.

Leikskólinn Ugluklettur er heilsueflandi leikskóli og starfar eftir ráðleggingum embættis landlæknis um mataræði. Vakinn er athygli umsækjanda á því að leikskólinn er reyklaus vinnustaður. 

Í Uglukletti fögnum við fjölbreytileikanum og því hvetjum við fólk af öllum kynjum til að sækja um starfið.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 11. september n.k.

Umsóknir berast til Kristínar Gísladóttur leikskólastjóra netfang; ugluklettur@borgarbyggd.is sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 4337150.


Share: