Nemendum á öllum skólastigum fjölgar í Borgarbyggð

september 3, 2020
Featured image for “Nemendum á öllum skólastigum fjölgar í Borgarbyggð”

Það er ánægjulegt að greina frá því að börnum fjölgar í öllum leik- og grunnskólum Borgarbyggðar í ár en sveitarfélagið rekur samtals sex skólastofnanirnar; Grunnskólann í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar, og leikskólana Hnoðraból, Klettaborg, Andabæ og Ugluklett.

Leikskólarnir í sveitarfélaginu verða þéttsetin í haust en 42 ný börn á ýmsum aldri hefja skólavist núna á næstu vikum sem er talsverð fjölgun á milli ára. Innritun barna er mismunandi eftir leikskólum en reynt er eftir bestu getu að taka á móti nýjum börnum allt árið um kring.

Þá fjölgar einnig í grunnskólum sveitarfélagsins á milli ára en alls hófu 13 ný grunnskólabörn skólagöngu í haust.

Í Borgarbyggð er hægt að stunda nám á öllum skólastigum og því er gaman að greina frá því að einnig hefur verið talsverð fjölgun nemenda í Háskólanum á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Ísland og Menntaskóla Borgarfjarðar, bæði í stað- og fjarnámi.

Borgarbyggð óskar öllum nemendum góðs gengis á nýju skólaári.


Share: