Vegna endurbóta á Deildartunguæð verður lægri þrýstingur á heitu vatni hjá notendum veitunnar í dag, þriðjudaginn 11. nóvember til kl. 17.00. Þetta er síðari hluti tengivinnu við Deildartunguæðina, þar sem verið er að endurnýja kafla í henni við Varmalæk í Borgarfirði. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni. Starfsfólk Orkuveitunnar biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.