Fimmtudaginn 15. apríl 2004, klukkan 20:30 verður haldinn á Hótel Borgarnesi kynningarfundur um umhverfisstjórnun fyrirtækja og Umhverfisvitann, sem er umhverfisvottunarkerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Borgarbyggð hefur ákveðið að gerast aðili að þessu kerfi og verður á fundinum kynnt hvað felst í þessu kerfi og hvernig því verður komið á í sveitarfélaginu.
Einnig verður á fundinum kynnt umhverfisstarf í fyrirtækinu Hópbílar, en það hefur unnið að því að fá vottun samkvæmt umhverfisstjórnunarkerfinu ISO 14001. Sagt verður frá þeim ávinningi sem fyrirtækið hefur náð með aðgerðum sínum í umhverfismálum.
Efni fundarins:
- Ragnhildur
Helga Jónsdóttir umhverfisfræðingur á skrifstofu Staðardagskrár 21 á Íslandi kynnir Umhverfisvitann - Umhverfisstjórnun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.
- Ávinningur fyrirtækja af umhverfisvitanum.
- Pálmar Sigurðsson umhverfisstjóri Hópbíla
- Hvers vegna umhverfisstjórnun í fyrirtækjum?
- Umhverfiskröfur til byrgja?
- Umræður og fyrirspurnir