Laus störf við Grunnskólann í Borgarnesi

apríl 29, 2004
Grunnskólinn í Borgarnesi auglýsir eftir myndmenntakennara í fullt starf fyrir næsta skólaár.
 

Grunnskólinn í Borgarnesi

Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður grunnskóli með u.þ.b. 330 nemendur í 1. – 10. bekk. Skólinn rekur metnaðarfullt skólastarf, þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti, teymisvinnu kennara og vellíðan nemenda. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðum kennurum og lögð er áhersla á frumkvæði og skólaþróun. Verið velkomin að kynna ykkur aðstæður í skólanum, slóðin á heimasíðu skólans er http://www.grunnborg.is
 
Einnig vantar heimilisfræðikennara og umsjónarkennara á yngsta- og miðstigi.
Umsækjandi þarf að hafa kennarapróf, góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar.
Umsóknir sendist til skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi, Gunnlaugsgötu 13, 310 Borgarnesi.
Frekari upplýsingar veita Hilmar Már Arason, skólastjóri (hilmara@grunnborg.is) og Lilja S. Ólafsdóttir, aðstoðarskólastjóri (liljasol@grunnborg.is), sími 437 1229 eða 437 1208.
 

Share: