Fyrirtækjakynning í Borgarnesi

febrúar 17, 2020
Featured image for “Fyrirtækjakynning í Borgarnesi”

Þann 14. mars nk. ætlar Rótarýklúbbur Borgarness að standa fyrir fyrirtækjakynningu í Hjálmakletti. 

Markmið verkefnisins er að gefa rekstraraðilum á starfssvæði klúbbsins tækifæri til að kynna starfsemi sína á heimavettvangi og vekja þannig athygli samfélagsins á viðkomandi starfsemi. Þetta er ekki síður hugsað til þess að efla samstöðu rekstraraðila á heimavettvangi.

Skipulag kynningarinnar verður með þeim hætti að fyrirtækin leigja rými undir starfsemi sína og leggja sjálf til allt kynningarefni. 

Nánari upplýsingar um verð og þátttöku eru veittar í síma 895-1535 og 866-1013.

Beiðni um þátttöku á viðburðinn skal sendast á margretv@bifrost.is eða magnusfjelsted73@gmail.com.

 


Share: