Vilt þú hafa áhrif?

febrúar 19, 2020
Featured image for “Vilt þú hafa áhrif?”

Atvinnu-, markaðs og menningarmálanefnd Borgarbyggðar boðar atvinnurekendur til fyrirtækjaþings í Hjálmakletti, þriðjudaginn 25. febrúar n.k, kl. 08:30 – 11:00.

Yfirskrift þingsins er Samtal við atvinnulífið og er markmið þess að standa að opinni umræðu um atvinnumál og atvinnuuppbyggingu í Borgarbyggð, bera kennsl á sóknarfæri og hvernig hægt sé að hámarka ávinning þeirra. Fundargestum gefst tækifæri til að koma sínum skoðunum, sjónarmiðum og hugmyndum á framfæri.

Dagskráin hefst með léttum morgunverði áður en fundurinn verður formlega settur. Fundastjórar eru sérfræðingar frá Manhattan Marketing.

Borgarbyggð hvetur atvinnurekendur og/eða forsvarsmenn fyrirtækja í sveitarfélaginu að skrá sig til þátttöku og hafa áhrif. 

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku, skráning hér.

 

 


Share: