Frá Tómstundaskólanum/Selinu á Kleppjárnsreykjum í Borgarbyggð

apríl 7, 2008
Ákveðið hefur verið að bjóða upp á íþróttaskóla fyrir 1. og 2. bekk einu sinni í viku á Hvanneyri og Kleppjárnsreykjum ef næg þátttaka fæst.
Tímarnir verða á miðvikudögum frá kl. 15:00-16:00 og hefjast 9. apríl á Hvanneyri og á mánudögum frá kl. 15:15-16:00 og hefjast 7. apríl á Kleppjárnsreykjum.
Leiðbeinandi íþróttaskólans á Kleppjárnsreykjum verður Arnar Guðjónsson.
Leiðbeinandi íþróttaskólans á Hvanneyri verður Berglind Long.
Áhersla verður lögð á að börnin kynnist sem flestum íþróttagreinum. Eftir því sem börnin þekkja fleiri íþróttagreinar reynist þeim auðveldara að velja sér íþrótt til að stunda þegar fram í sækir.
Skráning og innheimta verður aðeins í gegnum Tómstundaskólann/Selið og gilda reglur skólans varðandi greiðslur og uppsögn á tímum. Verðskrá Selsins gildir og þar kostar klukkustundin 165.-kr. Leiðbeinandi verður Berglind Long.
Vinsamlegast skilið skráningarblaði til umsjónarkennara fyrir 3. apríl.
Með bestur kveðju og von um góða þátttöku
Gunnhildur Harðardóttir, forstöðumaður Tómstundaskólans Borgarnesi og Kristín Markúsdóttir, umsjónarmaður Íþróttaskólans
 
 
 


Share: