Félagsráðgjafi óskast til starfa við fjölskyldusvið Borgarbyggðar

desember 28, 2020
Featured image for “Félagsráðgjafi óskast til starfa við fjölskyldusvið Borgarbyggðar”

Staða félagsráðgjafa á fjölskyldusvið Borgarbyggðar er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% starf. Störf félagsráðgjafa er í félagsþjónustu, á sviði barnaverndarnefndar og velferðarnefndar. Borgarbyggð þjónustar einnig Dalabyggð og Skorradal um barnavernd, félagsþjónustu og í málefnum fólks með fötlun.

Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi.

Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Á þeirri vegferð sem framundan er ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði að framúrskarandi þjónustu og öflugu vinnuumhverfi.

Erum við að leita að þér?

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Annast meðferð mála einstaklinga og fjölskyldna innan félagsþjónustu, þ.m.t. félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð og húsnæðismál.
  • Annast greiningu og meðferð barnaverndarmála.
  • Þjónusta og ráðgjöf við fólk með fötlun og þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu s.s. með skólum, leikskólum og öðrum þjónustustofnunum vegna málefna einstaklinga eða fjölskyldna.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Starfsréttindi í félagsráðgjöf er skilyrði.
  • Þekking og reynsla á sviði barnaverndar og meðferð fjölskyldumála æskileg.
  • Þekking og reynsla af vinnu með fólki með skerðingar æskileg.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi.
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu.

Frekari upplýsingar um starfið 

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við Samband íslenskra sveitarfélaga. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um óháð kyni og uppruna.  

Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum berist til atvinna@borgarbyggd.is fyrir 15. febrúar 2021.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Inga Vildís Bjarnadóttir, deildarstjóra félagsþjónustu, í síma 433 7100, netfang: vildis@borgarbyggd.is


Share: