Breytt fyrirkomulag í dósamóttökunni frá og með 9. nóvember n.k.

nóvember 4, 2020
Featured image for “Breytt fyrirkomulag í dósamóttökunni frá og með 9. nóvember n.k.”

Frá og með 9. nóvember n.k. mun starfsfólk dósamóttökunnar ekki telja samdægurs, heldur þremur dögum eftir afhendingu sendinga. Þessar ráðstafanir eru gerðar í ljósi aðstæðna í samfélaginu og til þess að gæta að sóttvörnum.

Hægt er að koma með dósir mánudaga, þriðjudga og miðvikudaga.

Íbúum er bent á að hægt sé að fá greitt samstundis ef það er búið að telja og flokka (ál/plast og gler sér).

Starfsfólk dósamóttökunnar biður íbúa um að sýna biðlund og virða tveggja metra regluna sem er í gildi. Vegna takmarkana verður einungis  hægt að hleypa einum viðskiptavini  inn í einu og það er skylda að vera með andlitsgrímu.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.


Share: