
Ferlið frá hugmynd til fullbúins módels var skráð í möppu, en auk búninga þurfti að hugsa fyrir hárgreiðslu og förðun. Eins þurfti að gæta þess að halda kostnaði í lágmarki. Forkeppni fór fram í Óðali, þar sem fjögur lið tóku þátt. Vinningsliðið var skipað Alexandreu Rán og Kristínu Ligu í 9. bekk og Önnu Margréti í 10. bekk og kölluðu þær liðið sitt „Eva í Eden“ en nafnið ber með sér hvert hugmyndin var sótt. Meðal þess sem notað var í búninginn var trjábörkur og laufblöð. Þær tóku svo þátt í keppninni í Hörpu fyrir hönd Borgnesinga og stóðu sig með prýði.