Dætur dalsins í Snorrastofu

nóvember 25, 2013
“Dísa í Tungu og Odda á íþróttastað 1937” _Bjarni Árnason
Dætur dalsins er yfirskrift á fyrirlestri sem Óskar Guðmundsson flytur um konur úr Reykholtsdal, þriðjudaginn 26. nóvember kl. 20.30 í Snorrastofu. Hann mun fjalla þar um ævi og örlög tíu kvenna á tíu alda skeiði. Elsta konan er frá tíundu öld en flestar þeirra eru frá seinni hluta nítjándu aldar og fyrri hluta 20. aldar. Allar eiga þær það sameiginlegt að hafa átt heima um lengri eða skemmri tíma í dalnum:Reykholti, Deildartungu, Hurðarbaki, Breiðabólstað, Hofsstöðum og fleiri stöðum.
 
Kaffiveitingar og umræður.
 

Share: