Nýr skólastjóri við Grunnskólann í Borgarnesi

nóvember 27, 2013
Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar í gær samþykkti sveitarstjórn samhljóða tillögu fræðslustjóra og sveitarstjóra um að ráða Signýju Óskarsdóttur sem skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi.
Signý er búsett í Borgarnesi og hefur undanfarin ár starfað við Háskólann á Bifröst, fyrst sem gæðastjóri og nú sem kennslustjóri. Áður hafði hún meðal annars starfað í 6 ár sem kennari við Grunnskólann á Djúpavogi. Hún hefur einnig sinnt kennslu við Menntaskóla Borgarfjarðar og Háskólann á Bifröst.
Signý er með BA próf í HHS (hagfræði, heimspeki, stjórnmálafræði) frá Háskólanum á Bifröst, MA próf í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla.
Borgarbyggð býður Signýju velkomna til starfa.
Borgarbyggð þakkar öðrum umsækjendum um starfið fyrir sýndan áhuga og óskar þeim velfarnaðar í sínum störfum.
 
 

Share: