Borgarbyggð hlýtur styrk til að efla hringrásarhagkerfið

júlí 12, 2021
Featured image for “Borgarbyggð hlýtur styrk til að efla hringrásarhagkerfið”

Umhverfis- og auðlindaráðherra kynnti fyrir helgi 31 verkefni sem fengu úthlutað úr sjóði vegna styrkja til verkefna sem stuðla að eflingu hringrásarhagkerfis á Íslandi.

Alls bárust ráðuneytinu 54 umsóknir og hlaut Borgarbyggð styrki fyrir tvö verkefni, annars vegar styrk fyrir söfnun brotajárns í dreifbýli að upphæð kr. 600.000 og hins vegar fyrir bætta úrgangsþjónustu við frístundahús í sveitarfélaginu að upphæð kr. 4.000.000.

Markmið með styrkveitingunum er að:

a) Efla úrgangsforvarnir á Íslandi, s.s. til að draga úr myndun úrgangs.

b) Bæta flokkun úrgangs hér á landi.

c) Efla tækifæri til endurvinnslu úrgangs sem næst upprunastað.

d) Stuðla að aukinni endurvinnslu og annarri endurnýtingu úrgangs sem fellur til hér á landi.

e) Efla tækifæri til nýsköpunar og þróunar á búnaði sem dregur úr magni úrgangs eða auðveldar flokkun, endurvinnslu og aðra endurnýtingu úrgangs.

Lesa má nánar um úthlutun styrkja á vef stjórnarráðsins hér.

 


Share: