Blóðþyrstir víkingar og venjulegt fólk

nóvember 11, 2014
Snorrastofa í Reykholti minnir á fyrirlestur í kvöld, þriðjudaginn 11. nóvember 2014 kl. 20.30.
Þar flytur Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur og dósent við Háskólann á Akureyri fyrirlesturinn, Blóðþyrstir víkingar og venjulegt fólk. Íslendingasögur frá sjónarhóli barna.
Brynhildur hefur mjög látið barnabókamenningu til sín taka og m.a. umritað fornsögur í hendur ungra lesenda og þeirra, sem vilja kynna sér þær á aðgengilegan máta.
Kaffiveitingar og umræður. Verið öll velkomin í Snorrastofu.
 
 

Share: