Vegna viðhalds og endurbóta þarf að loka Bjössaróló frá og með 22. apríl til 8. maí.
Tækin á Bjössaróló eru mörg hver komin til ára sinna og nú er áætlað að lagfæra nokkur tæki frá grunni.
Að loknum viðgerðum mun Bjössaróló vonandi verða enn skemmtilegri viðkomustaður en áður.
Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.