Fyrir hvað stendur Borgarbyggð?

apríl 24, 2020
Featured image for “Fyrir hvað stendur Borgarbyggð?”

Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd Borgarbyggðar vinnur að gerð markaðsstefnumótunar í samstarfi við markaðsstofuna Manhattan.

Verkefnið felst í að búa til heildstæða markaðsstefnumótun og aðgerðaráætlun fyrir Borgarbyggð sem spennandi stað til að búa á, starfa, reka fyrirtæki og heimsækja.

Lögð er áhersla á samtal við íbúa í sveitarfélaginu, fyrirtækin og hagsmunaaðila og er þessi könnun liður í því. Svör eru ekki rekjanleg og þeim verður ekki deilt með þriðja aðila.

Okkur þætti vænt um ef þú gæfir þér tíma til að svara eftirfarandi könnun.

Hlekkur á könnunina

Könnunin lokar á sunnudaginn 3.maí n.k.


Share: