Skipulagsauglýsing
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 166. fundi sínum þann 8. febrúar 2018, samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulagslýsingu:
Bjargsland II í Borgarnesi – Lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022.
Gera þarf breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi fyrir Bjargsland II, í Borgarnesi, sem samþykkt var í sveitarstjórn Borgarbyggðar 30. nóvember 2006 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda (nr. 1166/2006) , 19. desember 2006.
Skipulagssvæðið er um 7 ha að stærð. Það afmarkast að vestan verðu af götunum Hrafnakletti og Egilsholti, og lóðunum Egilsholti 1 og 2. Að norðan verðu afmarkast skipulagssvæðið af verslun og þjónustusvæði S2. Að austan verðu afmarkast svæðið af íbúðarsvæði Í11, óbyggðu svæði og austurmörkum lóða við Fjóluklett 16, 18, 20 og 22. Að sunnan verðu afmarkast svæðið af suðurmörkum lóða við Fjóluklett 6, 8, 10, 12 og 14 og norðurmörkum þjónustulóðar Þ4 við Ugluklett.
Skipulagslýsing felst í því að breyta landnotkun og gatnakerfi í Bjargslandi II, í Borgarnesi. Tillagan er sett fram í greinargerð dags. 08.02.2018 og tekur til breytinga á afmörkun íbúðarsvæðis Í10 og Í11, og verslunar- og þjónustusvæðis S2. Íbúðarsvæði Í10 minnkar og verður einungis vestan Hrafnakletts, þ.e. göturnar Kvíaholt, Stekkjarholt og Stöðulsholt. Íbúðarsvæði Í11 stækkar til vesturs og svæði fyrir verslun og þjónustu S2 stækkar til suðvesturs, en minnkar jafn mikið á móti í austri. Nýtt íbúðarsvæði Í12 verður til, þ.e. Fjóluklettur og svæðið norðan hans verður skilgreint sem annað íbúðarsvæði. Opið svæði til sérstakra nota O15, þ.e. leiksvæði, er fellt út og óbyggt svæði minnkað. Málsmeðferð verði í samræmi við 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.
Ábendingar vegna lýsingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi föstudaginn 09. mars 2018 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is
Miðvikudaginn 07. mars 2018 milli kl 17:00 og 18:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi þar sem skipulagslýsing verður kynnt sérstaklega þeim sem þess óska.