
Vel var tekið í erindið og nú er kominn í innilaugina sérhannaður stigi með stórum og fínum tröppum fyrir þá sem eiga erfitt með að fóta sig niður þær tröppur sem fyrir eru í innilauginni.
Á myndinni er Ragnar Olgeirsson hvatamaður að þessu verkefni að vígja stigann góða. Viljum við nota tækifærið og bjóða eldri borgurum og þeim sem hafa átt erfitt með að ganga til laugar sérstaklega velkomin til okkar í sund og heita potta.

Á þessari mynd eru glaðir pottormar að ræða bæjarmálin.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.