Aldan Borgarnesi Starf leiðbeinanda í dósamóttöku /hæfingu

maí 7, 2019
Featured image for “Aldan Borgarnesi Starf leiðbeinanda í dósamóttöku /hæfingu”

Laust er til umsóknar 100% starf leiðbeinanda í Öldunni í Borgarnesi.

Leitað er að metnaðarfullum, hressum og jákvæðum starfsmanni með brennandi áhuga á málefnum fatlaðra.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Virkja starfsmenn til þátttöku á vinnustað
  • Aðstoða starfsmenn við daglegar athafnir
  • Leiðbeina starfsfólki við móttöku og afgreiðslu
  • Sjá um þrif á vélum og húsnæði í samstarfi við aðra starfsmenn
  • Leiðbeina starfsfólki varðandi vinnubrögð og öryggisatriði
  • Önnur tilfallandi störf

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af vinnu með fólki með fötlun æskileg
  • Jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar
  • Hæfileiki til að leiðbeina og setja mörk
  • Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til 21. maí 2019. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknir skal senda til Guðrúnar Kristinsdóttur forstöðumanns á netfangið gudrunkr@borgarbyggd.is og einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá henni í síma 433-7440 milli 8 og 14 virka daga.

Aldan starfar samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, reglugerðum þeim tengdum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Þar er komið til móts við þörf fatlaðs fólks á dagþjónustu, vinnu og hæfingu. Aldan rekur dósamóttöku, verslun, saumastofu, kertagerð ofl. og sér um pökkun, límmerkingar á alls kyns varningi fyrir stofnanir og fyrirtæki ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.


Share: