Álagning fasteignagjalda

febrúar 14, 2011
Lokið er vinnu við álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð 2011 og hafa álagningarseðlar verið sendir til gjaldenda.
Gjalddagar eru átta, þ.e. 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst og 15. september en eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Ef heildarfjárhæð er undir 15.000 krónum er einn gjalddagi og er hann 15. maí.
Vakin er athygli á að ekki verða sendir greiðsluseðlar til annarra en þeirra sem eru 67 ára og eldri. Aðrir fá ekki greiðsluseðla en geta greitt þá í heimabanka sínum.
Þeir sem eru yngri en 67 ára og vilja fá senda greiðsluseðla er bent á að hafa samband við afgreiðslu Borgarbyggðar í síma 433-7100.
 
 

Share: