Aðgerðir sem taka í gildi frá og með 13. janúar vegna Covid-19

janúar 13, 2021
Featured image for “Aðgerðir sem taka í gildi frá og með 13. janúar vegna Covid-19”

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að draga úr samkomutakmörkunum frá og með 13. janúar.

Takmörkun á fjölda einstaklinga sem koma saman miðast þá við 20 manns, hvort sem er í einkarýmum eða í opinberum rýmum. Auk þess verða almenn nálægðarmörk áfram tveir metrar.

Áætlað er að þessar aðgerðir gildi til og með 17. febrúar n.k.

Skólahald í leik-, grunn- og tónlistaskóla                                

  • Skólastarf í leik-, grunn- og tónlistaskólum verður áfram með breyttu sniði.

Frístund

  • Starfsemi verður áfram með breyttu sniði.

Félagsmiðstöðin Óðal

  • Starfsemi verður áfram með breyttu sniði.

Íþróttamiðstöðvar

  • Sundstaðir eru opnir með breyttu sniði en einungis er leyft 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi.
  • Skipulagðir hóptímar í sal og líkamsræktarstöðinni verða heimilar með ströngum skilyrðum. Í hverju hóp mega vera að hámarki 20 manns, á fyrirfram ákveðnum tímum sem ákveðnir  eru í samráði við forstöðumann íþróttamiðstöðva. Einkaþjálfarar og viðurkenndir íþróttakennarar sem hafa áhuga á að bjóða upp á slíka tíma skulu hafa samband við forstöðumann fyrir frekari upplýsingar í síma 433-7140.
  • Íþróttaæfingar UMSB fyrir 1.-10. bekk verða með hefðbundnum hætti en foreldrar eru beðnir um að mæta ekki á æfingar.

Aldan

  • Utanaðkomandi gestum er ekki hleypt inn í endurhæfingu.
  • Hægt er að koma með dósir mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Ekki er talið samdægurs, heldur þremur dögum eftir afhendingu sendinga. Íbúar geta fengið greitt samstundis hafi þeir talið og flokkað.
  • Opnunartími dósamóttökunnar er kl. 08:00-12:00 og 13:00-16:00.

Félagsþjónusta aldraða

  • Starfsemi verður áfram með breyttu sniði.

Safnahúsið

  • Starfsemi verður með hefðbundnum hætti en gætt verður að fjöldatakmörkunum sem miðast við 20 einstaklinga í senn.
  • Starfsfólk mun gæta þess að sótthreinsa reglulega sameiginlega snerti fleti.

Ráðhúsið

  • Ráðhús verður áfram lokað, en íbúar geta nú hringt á undan sér og pantað viðtal, sé ekki hægt að leysa málið í gegnum síma eða tölvupóst.
  • Hér má sjá nánari upplýsingar um netföng starfsfólks og símanúmer í stofnunum sveitarfélagsins.
  • Minnt er á að símatími byggingarfulltrúa er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09:30 – 11:30. Einnig er hægt að senda tölvupóst á bygg@borgarbyggd.is

Borgarbyggð vill minna íbúa á að öflugast vörnin við veirunni er að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Mikilvægt er að þvo sér um hendurnar reglulega, spritta, halda tveggja metra fjarlægð, vera með grímur og halda sig heima ef einkenni gera vart við sig.

Ef það leikur grunur á smiti skal strax hafa samband við heilsugæsluna í gegnum síma, við netspjall Heilsuveru.is eða við Læknavaktina í síma 1700. Heilbrigðisstarfsfólk ráðleggur ykkur með næstu skref.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem skert þjónusta kann að valda, en reynt er að halda uppi eins háu þjónustustigi og hægt er.

 


Share: