Búið í haginn fyrir fjárfestingar – bætt afkoma hjá Borgarbyggð

Rekstur A-hluta Borgarbyggðar var gerður upp með 462 m.kr. afgangi á árinu 2023. Það er talsvert hagstæðari niðurstaða heldur áætlun gerði ráð fyrir og betri afkoma en árið á undan. Sjóðstreymi Borgarbyggðar var sterkt á árinu 2023. Veltufé frá rekstri nam 961 m.kr. eða 16,1% af rekstrartekjum og handbært fé frá rekstri var 971 m.kr. Sterkt sjóðstreymi var nýtt til …

252. Fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

252. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti,  þann 11. apríl, kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.  

Ráðning skólastjóra við Grunnskólann í Borgarnesi

Guðlaug Erlendsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra við Grunnskólann í Borgarnesi. Guðlaug er með M.ed í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands, MA í félagsfræði frá sama skóla og BA í sálar- og afbrotafræði frá háskóla í Suður Afríku. Auk þess er hún með kennsluréttindi frá Kennaraháskóla Ísland og stundar nú doktorsnám við Háskóla Íslands. Guðlaug er með góða reynslu …

Framkvæmdir á Sæunnargötu – útboð

Borgarbyggð, Veitur og Rarik auglýsa útboð vegan fyrirhugaðra framkvæmda við Sæunnargötu í Borgarnesi.  Um er að ræða gatna- og gangstéttargerð og leggja dreifikerfi fráveitu, vatnsveitu, hitaveitu og rafveitu.     Borgarbyggð  Endurnýja skal yfirborð götu, bílastæðið og gangstétta.  Helstu magntölur:  Uppgröftur 3500 m3  Fylling 500 m3  Styrktarlag 2500 m3  Burðarlag 520 m3  Malbik 2500 m2  Steyptar gangstéttir 820 m2  Veitur ohf.  …

Vilborg Davíðsdóttir – bókaspjall í Safnahúsinu þriðjudaginn 19. mars n.k.

Í Safnahúsi Borgarfjarðar, n.k. þriðjudag 19. mars. kl. 20:00, verður Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur, með erindi þar sem hún mun segja frá nýjustu bók sinni „Land næturinnar“, frá sögusviði bókarinnar og rannsóknum í kringum skrifin á bókinni, en einnig hvernig þessi bók tengist fyrri bókum höfundar.   Allir velkomnir og heitt á könnunni.   Safnahús Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi

Útboð vegna viðbyggingar grunnskólans á Kleppjárnsreykjum

Útboð | Bygging EFLA, fyrir hönd Borgarbyggðar óskar eftir tilboðum í byggingu  á 1200 fm skólahúsnæði við Grunnskólan á Kleppjárnsreykjum. Útboðsgögn verða afhent frá og með föstudeginum 9. febrúar 2024. Verklok framkvæmda eru 1. ágúst 2025. Helstu magntölur: Niðurrif og förgun á núverandi steinsteyptri aðalbyggingu 1200 fm Nýbygging skólahúsnæðis 1350 fm Uppgröftur á jarðvegi 2700 rm Jarðvegsfylling 2450 rm Klæðning …

Rafmagnleysi á Mýrum 16.02.2024

Rafmagnslaust verður á Mýrum út frá Vatnshömrum 16.02.2024 frá kl 12:30 til kl 14:00 vegna viðhalds á dreifikerfi Rarik. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Nýtt atvinnusvæði við Vallarás – Opið hús

Borgarbyggð stendur fyrir opnu húsi fimmtudaginn 29. febrúar kl. 18 þar sem fyrirhuguð uppbygging atvinnusvæðis við Vallarás efst í Borgarnesi. Opna húsið fer fram í ráðhúsi Borgarbyggðar á þriðju hæð. Lóðir fyrir atvinnustarfsemi við Vallarás eru nú auglýstar á heimasíðu Borgarbyggðar og gatnaframkvæmdir á fjárhagsáætlun 2024 og er hönnun þeirra hafin. Áður hafði verið áætlað að opna húsið færi fram …

Breyting á stefnu fyrir landbúnaðarsvæði í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 11. janúar sl. eftirfarandi breytingu á aðalskipulagi samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 – Landbúnaðarkaflinn Breytingin tekur til stefnu aðalskipulagins fyrir landbúnaðarsvæði og þær framkvæmdir og mannvirki sem heimilaðar eru á landbúnaðarsvæðum. Skerpt er á heimildum til að tryggja hagkvæmna og skynsama nýtingu, gott landbúnaðarland verði áfram nýtt til matvælaframleiðslu, uppbyggingu hagað þannig …

Framkvæmdir á Sæunnargötu

Nú í vor áætla Borgarbyggð, Veitur og Rarik að fara í gatnaframkvæmdir í Sæunnargötu. Um er að ræða endurnýjun raf-, vatns- og fráveitulagna ásamt endurnýjun götu og gangstéttar.   Við biðjumst velvirðingar á því mikla raski sem mun stafa af framkvæmdinni.