
Fasteignagjöld
Vakin er athygli á því að verið er að taka í notkun nýtt bókhaldkerfi. Komið hefur upp kerfisvilla sem veldur því að reikningar vegna fasteignagjalda hafa borist sumum tvisvar sinnum.
Unnið er að lausn. Mun annar reikningurinn detta út hjá fasteignaeigendum þegar búið er að laga villuna. Ef greitt hefur verið tvisvar sinnum mun það verða leiðrétt.
Beðist er velvirðingar á þessu.