Sumarstörf við sundlaugar Borgarbyggðar

Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Erum við að leita að þér?

Laust starf garðyrkjufræðings

Borgarbyggð leitar að garðyrkjufræðingi til starfa í áhaldahúsi. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi til að hafa yfirumsjón með öllum opnum svæðum og gróðri á lóðum við stofnanir sveitarfélagsins.

Laust starf frístundaleiðbeinanda á Hvanneyri

Óskað er eftir einstaklingum í skemmtilegt og skapandi starf með börnum í frístund á Hvanneyri. Markhópur frístundar eru börn á aldrinum 6-9 ára. Í boði er hlutastarf þar sem vinnutíminn er frá 13:00-16:00 2-4 daga vikunnar. Unnið er samkvæmt gæðaviðmiðum í frístundarstarfi.

Varað við óveðri og vatnsskemmdum

Von er á lægð á morgun föstudaginn 25. febrúar. Með henni fylgir talsverð rigning og hlýindi og því vill Slökkvilið Borgarbyggðar beina því til íbúa að hreinsa vel frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.

Framkvæmdir á Sólbakka

Vegna framkvæmda á lóð Borgarverks á Sólbakka hyggst fyrirtækið hefja vinnu við sprengingar á svæðinu á morgun, fimmtudaginn 10. febrúar. Áætlað er að vinnan muni standa yfir næstu þrjár vikur.