Sundlaugin í Borgarnesi lokar vegna kuldatíðar

desember 19, 2022
Featured image for “Sundlaugin í Borgarnesi lokar vegna kuldatíðar”

Veitur hafa óskað eftir því að lokað verði fyrir sundlaugina í Borgarnesi vegna kuldatíðar sem stendur nú yfir. Um er að ræða útisvæðið, innilaugin og pottar. 

Ekki liggur fyrir hvenær hægt verður að opna laugina á ný, en það verður gert um leið og aðstæður leyfa. Áframhaldandi frostspá er framundan og verður staðan varðandi lokunina endurmetin í samræmi við það.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.


Share: