Húsafell 1 og Bæjargil – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags

desember 28, 2022

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10. nóvember 2022 eftirfarandi tillögur samkvæmt  32. gr. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

  • Verslun og þjónusta sunnan þjóðvegar í Húsafelli,  aðalskipulagsbreyting

Í tillögunni að breytingu Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 er sett stefna um svæði fyrir verslun og þjónustu á þeim hluta Húsafellstorfunnar sem nær yfir land Húsafells 1 og land Bæjargils.

  • Húsafell 1 og Bæjargil, deiliskipulagstillaga

Deiliskipulagið tekur til rúmlega 5ha svæðis úr jörðinni Húsafell sem skiptist milli Húsafells 1 og Bæjargils. Gert er ráð fyrir gistihúsi, 6 frístundahúsum, vinnustofu, sýningaraðstöðu, legsteinasafni og þjónustuhúsi á verslunar- og þjónustusvæði. Einnig er gert ráð fyrir bílastæðum sem ætluð eru hvoru landi fyrir sig. Aðkoma að svæðinu er frá Húsafellsvegi (5199) og Héraðsvegi sem tengjast Hálsasveitarvegi.

Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins og deiliskipulagið stofnuninni til varðveislu.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögurnar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulags- og byggingardeildar Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Borgarbyggðar á www.borgarbyggd.is

Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar


Share: