Leiðtogadagur í Klettaborg

Samkvæmt skóladagatali leikskólans átti að vera Leiðtogadagur í Klettaborg á föstudaginn 3. apríl en leikskólinn starfar m.a. eftir hugmyndafræðinni „Leiðtoginn í Mér/The Leader in Me“.

Klettaborg lokar vegna Covid-19 smits

Miðvikudaginn 25. mars s.l. þurfti að loka leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi. Var það gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirusmits þar sem hluti starfsfólks hefur greinst með Covid-19 smit.

Forgangur starfsfólks í framlínustörfum að grunn-og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna COVID-19

Almannavarnir hafa biðlað til stjórnenda leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og dagforeldra að taka jákvætt í það að þeir aðilar sem sinna samfélagslega mikilvægri þjónustu svo sem í heilbrigðisgeiranum og viðbragðsgeiranum fái forgang fyrir börn sín hjá dagforeldrum, í leikskólum, í 1. og 2. bekk grunnskóla og á frístundaheimilum fyrir sama aldurshóp.