Leikskólinn Andabær heiðraður fyrir brautryðjendastarf í leikskólum

febrúar 25, 2020
Featured image for “Leikskólinn Andabær heiðraður fyrir brautryðjendastarf í leikskólum”

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra heiðraði þrjá skóla á ráðstefnu Skólar á grænni grein þann 7. febrúar s.l. Gaman er að segja frá því að leikskólinn Andabær er á meðal þeirra leikskóla sem fékk viðurkenningu fyrir frábæran árangur í umhverfismálum.

Á vef Landverndar er eftirfarandi umsögn um skólann:

,,Andabær hóf þátttöku árið 2004 og hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á umhverfismálin. Sérstaða leikskólans felst ekki síst í valdeflingu leikskólabarna í gegnum verkefnið „Leiðtoginn í mér“ sem þau nýta vel í grænfánastarfinu. Leikskólinn er einnig í sérstaklega góðum tengslum við nærsamfélagið og vinnur að verkefnum í samstarfi við önnur skólastig á svæðinu. Jafnframt er leikskólinn í mjög góðum tengslum við foreldrasamfélagið t.d. í gegnum fataskiptamarkaði sem haldnir eru reglulega innan skólans. Hvort tveggja eru mikilvægir þættir í grænfánavinnunni.“

Borgarbyggð óskar leikskólanum til hamingju með viðurkenninguna


Share: