Skipulagsbreyting í Íþróttamiðstöðinni

Á fundi tómstundanefndar Borgarbyggðar 31. ágúst s.l. var lögð fram tillaga um skipulagsbreytingu í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Tillagan fól í sér að staða forstöðumanns yrði lögð niður og að vaktstjórar heyrðu undir íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Skipulagsbreytingin var samþykkt á aukafundi bæjarstjórnar 5. september s.l. Undanfarin misseri hefur verið unnið í anda þessarar breytingar þar sem forstöðumaður hefur sinnt verkefnum eins …

Dráttur á viðgerð á götum í Borgarnesi

Eins og þeir sem hafa ekið um götur Borgarness í sumar hafa orðið varir við er nokkuð um skemmdir í götunum. Sérstaklega á það við Borgarbraut og Hrafnaklett. Vegagerðin sér um viðhald á Borgarbraut, sem er þjóðvegur í þéttbýli, en Borgarbyggð um viðhald á Hrafnakletti. S.l. vor var samið við verktaka um að taka að sér að leggja nýtt slitlag …

Tvöföldun á fjölda búsettra yfir sumarmánuðina

Að beiðni bæjarstjóra Borgarbyggðar hefur Atvinnuráðgjöf Vesturlands unnið áfangaskýrslu um svokallaða “dulda búsetu” í Borgarfirði. Kveikjan að þessari vinnu var fundur um löggæslu- og heilsugæslumál með fulltrúum Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, löggæsluaðila og heilsugæsluaðila í Borgarfirði í júlí s.l. Markmiðið með skýrslunni er að meta fjölda þeirra sem dvelja í umdæmum lögreglu og heilsugæslu í Borgarfirði, einkum yfir sumarið. Megin niðurstaðan er …

Ný ákvæði um efnistöku.

Þann 1. júlí 1999 tóku gildi ný lög nr. 44/1999 um náttúruvernd og eru í þeim nokkrar breytingar frá fyrri lögum. Í lögunum eru m.a. ný og hertari ákvæði um nám jarðefna. Markmiðið með breytingunum er ekki að koma í veg fyrir efnistöku heldur fyrst og fremst að tryggja virkt eftirlit af hálfu náttúruverndaryfirvalda og vöndu vinnubrögð þannig að efnistaka …

Umhverfisstefna Borgarbyggðar.

Nú er lokið vinnu við Umhverfisstefnu Borgarbyggðar og var hún samþykkt á fundi Bæjarstjórnar Borgarbyggðar 25. apríl 2000. Þann dag, sem er Dagur umhverfisins samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar, var stefnan kynnt í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi og voru þar kynnt ýmis umhverfistengd verkefni sem unnið er að.

Norðurlandamót í frjálsum á Skallagrímsvelli

Ungmennasamband Borgarfjarðar, í samvinnu við Borgarbyggð og Frjálsíþróttasamband Íslands, hefur umsjón með Norðurlandamóti unglinga sem haldið verður á Skallagrímsvelli helgina 26. – 27. ágúst 2000. Þetta mót er fyrsta alþjóðlega frjálsíþróttamótið sem haldið er utan höfuðborgarsvæðisins. Er það mikill heiður fyrir Borgfirðinga að fá að halda mótið. NM er liðakeppni milli Svíþjóðar, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Íslands. Tveir keppendur eru …

Jarðgerð lífræns úrgangs í Borgarbyggð

Bæjarstjórn Borgarbyggðar samþykkti s.l. haust að stuðla að því að íbúar og fyrirtæki taki upp flokkun á sorpi í sveitarfélaginu. Sorpflokkun á heimilum verði í meginatriðum tvenns konar, þ.e. flokkun í lífrænt sorp sem fari í jarðgerð, og flokkun í annað sorp sem fari til urðunar. Gámastöð hefur verið opnuð í Borgarnesi þar sem tekið er á móti sorpi til …