Félagsleg þjónusta í sveitum Borgarbyggðar

Steinunn Ingólfsdóttir hefur f.h. félagsþjónustu Borgarbyggðar staðið fyrir könnun á þjónustuþörf aldraðra í sveitum Borgarbyggðar. Alls var spurningarlisti sendur til 53 einstaklinga, af þeim svöruðu 26 eða 49%. Því miður verður það að teljast frekar dræm þátttaka og kannski erfitt að meta þörfina út frá því. Þó má kannski gera ráð fyrir að þeir sem svöruðu ekki eru þeir sem …

Guðný J. Jóhannsdóttir ráðin vaktstjóri.

Guðný J. Jóhannsdóttir hefur verið ráðin vaktstjóri við Íþróttamiðstöðina Borgarnesi. 6 einstaklingar sóttu um stöðuna og var Guðný ráðin úr þeim hópi. Guðný hefur starfað við íþróttamiðstöðina frá árinu 1997 og gengt starfi vaktstjóra í afleysingum á sumrin.

Starf í Íþróttamiðstöðinni

Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi óskar eftir starfsmanni í fullt starf. Starfið er vaktavinna sem felst m.a. í baðvörslu í kvennaklefum, gæslu við sundlaugarmannvirki úti og inni, í íþróttahúsi auk þrifa, afgreiðslu o.fl. Starfsmaðurinn þarf að hafa ríka þjónustulund, gott lag á börnum og unglingum auk áhuga og skilning á íþrótta- og æskulýðsstarfi. Laun samkv. kjarasamningum SFB. Skilyrði fyrir ráðningu er að …

„Matargatið“ í Félagsmiðstöðinni Óðali

„Ristað brauð, samloku, bollasúpu, salatbar, rúnstykki“ heyrist kallað þegar að krakkar úr 6.-10. bekk Grunnskólans í Borgarnesi bregða sér út í félagsmiðstöð fyrir hádegi í löngum frímínútum til að fá sér snarl í formi salatbars á löngum skóladegi. Þetta er liður í því að stuðla að fjölbreyttni og hollustu í nestismálum nemenda og er það í umsjón nemendafélagsins og félagsmiðstöðvarinnar. …

Hádegisfundur atvinnumálanefndar

Föstudaginn 20. október n.k. stendur atvinnumálanefnd Borgarbyggðar fyrir hádegisfundi um byggðamál. Fundurinn verður haldinn í Hótel Borgarnes og hefst kl. 12,oo. Gestur fundarins er Pétur Blöndal alþingismaður og mun hann m.a. fjalla um styrkleika Borgarfjarðarsvæðinsins. Aðgangseyrir er kr. 700,- og er léttur hádegisverður innifalinn. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 437-1224

Könnun á þjónustuþörf í sveitum Borgarbyggðar

Félagsþjónusta Borgarbyggðar er að gera könnun á þjónustuþörf í sveitum Borgarbyggðar meðal einstaklinga sem eru 67 ára og eldri Markmiðið með könnuninni er að afla upplýsinga um hvaða þjónustu er þörf á að veita í sveitunum. Niðurstöðurnar verða notaðar til að bæta þjónustuna. Sendir hafa verið út spurningalistar til allra íbúa 67 ára og eldri og er reiknað með að …

Samstarf sveitarfélaga norðan Skarðsheiðar

Á fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar þann 12. október var samþykkt að taka þátt í samstarfi sex sveitarfélaga norðan Skarðsheiðar um útboð á reglubundinni tæmingu rotþróa í dreifbýli. Oddvitar sveitarfélaganna höfðu áður mælt með að ráðist verði í verkefnið en það eru sveitarfélögin Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Hvítársíðuhreppur, Kolbeinsstaðahreppur og Eyja- og Miklaholtshreppur sem standa að þessu samstarfi. Ljóst er að gangi ætlunarverkið …

Vetrarstarfið í Íþróttamiðstöðinni að hefjast.

Nú er vetrarstarfið í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi að hefjast. Eins og undanfarna vetur verður það með fjölbreyttu sniði þar sem reynt er að mæta óskum og þörfum sem flestra. Íris Grönfeldt íþróttafræðingur mun kenna spinning og leiðbeina fólki í þreksalnum. Einnig sér Íris um sundleikfimi og ungbarnasund. Guðrún Hildur Jóhannsdóttir sér um þolfimitíma bæði fyrir fullorðna og unglinga. Sérstök athygli …

Málefni fatlaðra

Á fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar þann 14. september var eftirfarandi tillaga samþykkt. “Á grundvelli niðurstaðna vinnuhóps um málefni fatlaðra í Borgarbyggð samþykkir bæjarstjórn Borgarbyggðar að leitað verði eftir samningum við félagsmálaráðuneytið um yfirtöku sveitarfélagsins á málaflokknum. Bæjarstjóra er falið að óska eftir viðræðum við ráðuneytið um málið í samráði við bæjarráð” S.l. vetur skipaði bæjarstjórn þriggja manna vinnuhóp um það verkefni …

Skipulagsbreyting í Íþróttamiðstöðinni

Á fundi tómstundanefndar Borgarbyggðar 31. ágúst s.l. var lögð fram tillaga um skipulagsbreytingu í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Tillagan fól í sér að staða forstöðumanns yrði lögð niður og að vaktstjórar heyrðu undir íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Skipulagsbreytingin var samþykkt á aukafundi bæjarstjórnar 5. september s.l. Undanfarin misseri hefur verið unnið í anda þessarar breytingar þar sem forstöðumaður hefur sinnt verkefnum eins …