Starfsmenn Íþróttamiðstöðvarinnar á námskeiði

Starfsmenn Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá og íþróttamannvirkja í Borgarnesi hafa verið á sameiginlegu þjónustu- og skyndihjálparnámskeiði. Að sögn Sigurður Guðmundssonar íþróttafulltrúa og Indriða Jósafatssonar íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í Borgarnesi er námskeiðið liður í símenntun starfsmanna þessara vinnustaða. Með því að vera með sameiginleg námskeið er hægt að ná kostnaði niður og hægt að hafa námskeiðin markvissari. „Þessi hópur vill líka oft …

Kosningaútvarp á netinu

Kosningaútvarp Borgarbyggðar stendur nú yfir og næst útsending þess innan Borgarness. Til að koma til móts við þá sem búsettir er fjærst Borgarnesi eða jafnvel erlendis en hafa samt áhuga á þessari útsendingu verður dagskránni einnig útvarpað á netinu. Smelltu hér til að hlusta!

Ársreikningur 2001

Á fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar 16. maí s.l. var ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2001 tekin til seinni umræðu og samþykktur. Skatttekjur námu 560,7 mkr á árinu 2001, sem er 12,4% hækkun frá fyrra ári. Rekstrargjöld málaflokka að frádregnum þjónustutekjum námu 533,3 mkr sem var 20,2% hækkun milli ára. Framlegð fyrir fjármagnsliði nam 27,4 mkr en var áætluð 64,1 mkr. Gjaldfærð og …

Ný leikskóladeild í byggingu í Bifröst

Borgarbyggð bauð nýverið út byggingu leikskóladeildar á Bifröst. Þrjú tilboð bárust og hefur verið samið við lægstbjóðanda, S.Ó. húsbyggingar s.f. um verkið. Samningurinn hljóðar upp á 33,6 milljónir króna en framkvæmdin kostar í heild um 45 milljónir króna. Þetta er stærsta framkvæmd á vegum Borgarbyggðar á árinu 2002.   Ný leikskóladeild á Bifröst verður 220 fermetrar auk 20 fermetra tengigangs …

Dagur fjölskyldunnar

Miðvikudagurinn 15. maí er dagur fjölskyldunnar. Af því tilefni samþykkti bæjarráð Borgarbyggðar að hafa frítt í sundlaugar Borgarbyggðar þennan dag. Einnig eru nefndir sveitarfélagsins hvattar til að sleppa fundarhöldum þennan dag.   Fjölskyldan saman í sund.    

Íþróttir og tómstundir fyrir þig

Helgina 4. – 5. maí sl. var í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ stærsta sýning á sviði íþrótta og tómstunda, sem haldin hefur verið hér á landi. Fjölmargir aðilar, félög og sérsambönd sem vinna á vettvangi frítímans kynntu starfsemi sína.Sýningin var opin öllum almenningi og komu þúsundir manna á sýningarsvæðið, enda var ókeypis aðgangur.Jafnhliða var haldin ráðstefna um íþrótta- og …

Framboð til sveitarstjórnar

Þrír listar bárust yfirkjörstjórn Borgarbyggðar vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram eiga að fara 25. maí n.k. Það eru B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks og L-listi Borgarbyggðarlisti sem borinn er fram af óháðum kjósendum, Samfylkingunni og Vinstri hreyfingunni – grænu framboði. Listana skipa:     B D L listi Framsóknarflokks listi Sjálfstæðisflokks listi Borgarbyggðarlista Þorvaldur Tómas Jónsson Helga Halldórsdóttir Finnbogi Rögnvaldsson Jenný Lind …

Umgjörð atvinnulífsins

Atvinnuráðgjöf Vesturlands hefur tekið saman skýrslu fyrir Borgarbyggð um umgjörð og grunngerð atvinnulífs í Borgarfirði og þau tækifæri sem þar eru til atvinnusköpunar.Hér er hægt að sjá skýrsluna í heild en bæklingur með úrdrætti úr skýrslunni liggur frammi á bæjarskrifstofunni að Borgarbraut 11.Skýrsla um umgjörð og grunngerð atvinnulífs í Borgarfirði

Kjörskrá til sveitarstjórnakosninga

Vakin er athygli á að kjörskrá til sveitarstjórnarkosninga sem fram eiga að fara 25. maí n.k. miðast við skráð lögheimili manna eins og það er 4. maí 2002.Þeir sem flutt hafa búferlum nýverið eða eru ekki rétt skráðir í íbúaskrá eru hvattir til að ganga sem fyrst frá tilkynningu um flutninginn á bæjarskrifstofunni að Borgarbraut 11, Borgarnesi.

Dulin búseta í Borgarfirði

Atvinnuráðgjöf Vesturlands hefur tekið saman skýrslu sem ber heitið Dulin búseta í Borgarfirði.Skýrsla um dulda búsetu í Borgarfirði