Ársreikningur 2000

Á fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar 10. maí var ársreikningur Borgarbyggðar tekin til seinni umræðu og samþykktur. Ársreikningurinn samanstendur af ársreikningi bæjarsjóðs, framkvæmdasjóðs og félagslegum íbúðum. Skatttekjur bæjarsjóðs námu 498,9 mkr á árinu 2000, samanborið við 442,6 mkr árið áður sem er 12,7% hækkun. Skatttekjur samanstanda af útsvari, fasteignasköttum og framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Rekstrargjöld málaflokka námu 565,7 mkr en á móti …

Bæjarstjórnarfundur

Bæjarstjórnarfundur verður haldinn fimmtudaginn 10. maí n.k. og hefst kl. 16,oo að Borgarbraut 11. Dagskrá: 1. Ársreikningur bæjarsjóðs Borgarbyggðar 2000 ( seinni umræða ). 2. Ársreikningur framkvæmdasjóðs 2000 ( seinni umræða ). 3. Ársreikningur félagslegra íbúða 2000 ( seinni umræða ). 4. Ársreikningur Hitaveitu Borgarness 2000 ( seinni umræða ). 5. Ársreikningur Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar 2000 (seinni umræða). 6. …

ÞJÓÐVEGUR 1 UM BORGARNES – SAMANBURÐUR VALKOSTA

Borgarnesnefndin er samstarfsnefnd bæjarstjórnar Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar um athugun helstu valkosta á framtíðarlegu Þjóðvegar 1 um Borgarnes.Borgarnesnefndin tók til starfa haustið 1999 og hefur nú lokið störfum með útgáfu skýrslu sem ber heitið:ÞJÓÐVEGUR 1 UM BORGARNES – SAMANBURÐUR VALKOSTA. (Adobe Acrobat skjal)Borgarnesnefndin efnir til kynningarfundar um málefnið að Hótel Borgarnesi þriðjudaginn 24. apríl 2001, kl. 20,oo. Dagskrá:1. Aðdragandi verkefnisins Stefán …

Bæjarstjórnarfundur

Bæjarstjórnarfundur verður haldinn miðvikudaginn 11. apríl 2001 að Borgarbraut 11 og hefst kl. 16,oo. DAGSKRÁ 1. Ársreikningur bæjarsjóðs Borgarbyggðar 2000 ( fyrri umræða ). 2. Ársreikningur framkvæmdasjóðs 2000 ( fyrri umræða ). 3. Ársreikningur félagslegra íbúða 2000 ( fyrri umræða ). 4. Ársreikningur Hitaveitu Borgarness 2000 ( fyrri umræða ). 5. Ársreikningur Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar 2000. 6. Fundargerð bæjarstjórnar …

Árshátíð Grunnskólans í Borgarnesi 2001

Árshátíð Nemendafélags Grunnskóla Borgarness stendur nú yfir ífélagsmiðstöðinni Óðal og var frumsýning laugardaginn 17. mars. Æfingar í leiklistarklúbbnum hafa staðið í nokkrar vikur og er árangurinn núkominn á fjalirnar í félagsmiðstöðinni.Það eru valin atriði úr Gaukshreiðrinu í leikstjórn Stefáns Sturlu Sigurjónssonar sem unglingarnir taka fyrir í ár.Sýningar verða út þessa viku og er vonandi að sem flestir mæti á sýningar …

Hátíðarsamþykkt bæjarstjórnar Borgarbyggðar.

Á 100. fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar 15. mars s.l. var samþykkt svohljóðandi tillaga:,, Í tilefni af 100. fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar, sem haldinn er í veiðihúsinu við Hítará 15. mars 2001, samþykkir bæjarstjórn að veita Safnahúsi Borgarfjarðar 500.000 króna framlag til að þróa nánar og útfæra fram komnar hugmyndir um stofnun í minningu Egils Skallagrímssonar. Niðurstöður úr þeirri vinnu skulu sendar bæjarstjórn …

Skólastefna Borgarbyggðar

Á fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar 18. janúar s.l. var samþykkt skólastefna Borgarbyggðar. Í skólastefnunni koma fram áherslur Borgarbyggðar í skólamálum varðandi grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla.Skólastefnan er svohljóðandi: SKÓLASTEFNASkólastefna Borgarbyggðar nær til leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla sveitarfélagsins. Lög, reglugerðir og aðalnámsskrár eru grundvöllur stefnu um skólastarf ásamt ákvörðunum bæjarstjórnar. Hver skólastofnun getur markað eigin skólastefnu í samræmi við stefnu sveitarfélagsins og hefur …

Bæjarstjórnarfundur

100. fundur bæjarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn fimmtudaginn 15. mars 2001 í veiðihúsinu við Hítará og hefst kl. 16,3o. Dagskrá fundarins er þannig: 1. Tillaga um breytingu á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Borgarbyggðar (seinni umræða). 2. Fundargerð bæjarstjórnar 22.02. ( 99 ). 3. Fundargerðir bæjarráðs 01.03. og 08.03. ( 330, 331 ). 4. Fundargerð skipulags- og bygginganefndar 26.02. ( 46 …

Grunnskólinn í Borgarnesi fær tölvur

Nú er lokið fyrsta áfanga í heildarendurnýjun tölvukosts Grunnskólans í Borgarnesi. Gengið hefur verið frá kaupun á 24 tölvum af Dell gerð frá EJS ásamt prenturum og skjávarpa. 16 af þessum vélum eru í endurgerðu tölvuveri skólans og kemur það til með að breyta miklu fyrir skólann. Koma þessar vélar í stað 6 ára gamalla véla sem verða nú teknar …

Næsti bæjarstjórnarfundur

Ákveðið hefur verið að fresta næsta bæjarstjórnarfundi um viku frá því sem áður var gert ráð fyrir og verður hann fimmtudaginn 22. febrúar og hefst kl. 16,oo.